Script 1
[Þessi upptaka mun verða notuð í gagnvirkt raddsvar. Við viljum að það sé geðþekkt]
Góðan dag! Þakka þér fyrir að hringja í fyrirtæki okkar! Besta leiðin til að fá fullkomna talsetningu fyrir verkefni þitt á hvaða tungumáli sem er!
Fyrir nánari upplýsingar um fyrirtækið skaltu ýta á einn.
Ef þú vilt leggja inn verkefni eða tala við söluteymi okkar, skaltu ýta á tvo.
Þarfnastu aðstoðar frá framleiðslustjórnunarteyminu okkar?
Ekkert mál! Vinsamlegast ýttu á þrjá.
Fyrir gæðatengdar fyrirspurnir skaltu ýta á fjóra.
Ertu með einhverjar hugmyndir? Tillögur? Við viljum endilega fá að heyra þær! Ýttu á fimm.
[Vinsamlegast lestu þetta eins og þú sért að hvísla] Psst! Viltu verða partur af teyminu?
[Til baka til fyrri raddar] Við erum að ráða!
Vinsamlegast heimsæktu heimasíðu okkar til að fá frekari upplýsingar um núverandi starfsstöður sem eru í boði!
Script 2
[Þessi upptaka mun vera notuð í markaðsherferðarmyndbandi okkar. Við viljum að hún hljómi epísk, áhugaverð og örlítið dularfull.]
Í heimi þar sem erfitt var að fá talsetningu. Í heimi þar sem var klunnalegt og dýrt að sækjast eftir frama í raddsetningu, ákváðum við að hefja byltingu!
Ferðalagið hefur ekki verið auðvelt en við erum sterkari en nokkru sinni fyrr.
Skref fyrir skref höfum við skapað stafræna þjónustu sem mun færa talsetningarbransann inn á heimili þitt. Við höfum tekið þig með í þennan leiðangur og stólum á að þú munir taka þátt í þessum draumi.
Nú lítum við ekki um öxl.
Við komum, við sigruðum heiminn og við erum komin [Staldraðu aðeins við hér] til að vera.
Við erum að koma með talsetningarbransann til þín.
Script 3
[Þessi upptaka mun vera notuð í vörumyndband okkar. Það þarf að hljóma orkumikið, áhugavert og lipurt]
Hvers vegna erum við besta valið til að fá fagmannlegar talsetningar?
Til að byrja með sendum við einungis fyrsta flokks talsetningar frá okkur sem eru yfirfarnar af gæðaeftirliti okkar. Þar að auki mun fjöldinn allur af talsetningarfólki veita þér þúsundir möguleika á mörgum tungumálum, í mismunandi stílum og á góðum verðum! Til að toppa þetta allt saman, falla verkefni okkar undir Ánægjuábyrgð okkar, ef þú ert ekki ánægður með niðurstöðuna mun framleiðslustjórnunarteymið okkar stökkva til og endurgreiða þér. [Dokaðu aðeins við eftir hvert orð] Án nokkurra spurninga
Við erum fanatísk þegar kemur að viðskiptaþjónustu: teymið okkar aðstoðar þig með glöðu geði. Við sjáum til þess að upplifun þín hjá okkur sé snurðulaus, fagmannleg [dokaðu aðeins við hér] og skemmtileg!